APPLE
FARTÖLVU VIÐGERÐIR

Vélbúnaður, hugbúnaður, uppsetningar. Við sérhæfum okkur í Apple fartölvuviðgerðum.

LESA MEIRA

PC
TÖLVU VIÐGERÐIR

Vélbúnaður, hugbúnaður, uppsetningar, vírusar. Við gerum við allar tegundir af PC fartölvum og borðtölvum.

LESA MEIRA

FRJÁLST OG
ÓHÁÐ TÖLVUVERKSTÆÐI

Við seljum ekki tölvur. Við gerum við tölvur og við erum engum háðir.

LESA MEIRA

ÞRÁIR ÞÚ
MEIRI HRAÐA

Tölvan þín verður hraðari með SSD harðdisk. Við setjum SSD harðdiska í tölvur.

LESA MEIRA

PC viðgerðir

Top-3 banner

OKKAR ÞEKKING
OG ÞJÓNUSTA

Tölvuland sérhæfir sig í viðgerðum á Apple fartölvum og PC fartölvum og borðtölvum. Hvort sem þú þarft að láta bilanagreina tölvuna þína, skipta um vélbúnað í henni, uppfæra hana, setja hana upp, taka afrit af gögnum, hreinsa út vírusa, setja upp stýrikerfi, rykhreinsa eða meta tölvuna eftir tjón þá er hún í öruggum höndum hjá okkur.

Tölvuland býður viðskiptavinum sínum upp á sérfræðiþjónustu þar sem þekking og reynsla spannar vel á annan tug ára. Við leggjum metnað okkar í að veita persónulega þjónustu þar sem þú ert í beinu sambandi við tæknimenn okkar og við vitum að tíminn skiptir máli. Þess vegna gerum við alltaf okkar besta til þess að bilanagreina tölvuna þína á fyrsta sólarhring frá komu á verkstæði.

 

Tölvan á verkstæðið

Þú kemur tölvunni til okkar á verkstæðið. Ef þú kemst ekki með hana þá getur þú sent hana til okkar með póstinum og við getum líka látið sækja hana til þín gegn föstu gjaldi.

 

Hvað er að tölvunni

Við byrjum á því að skoða og bilanagreina tölvuna þína. Þú þarft að greiða kostnað (frá 4.900,-) vegna bilanagreiningar en hann fellur niður ef þú lætur gera við tölvuna.

 

Tími og verð

 Þegar við erum búnir að skoða tölvuna þína vitum við hvað er að henni, hvað viðgerðin kostar og hvað hún tekur langan tíma. Þú ákveður hvort þú vilt láta gera við tölvuna.

 

Við gerum við

Við gerum við tölvuna þína, Að viðgerð lokinni setjum við tölvuna þína í álagspróf og ef hún stenst það látum við þig vita að hún sé tilbúin með því að senda þér sms.

FRÓÐLEIKUR OG UPPLÝSINGAR

Nýttu rétt þinn til að gera við

Við gerum við Apple fartölvur og
allar tegundir af PC borðtölvum og fartölvum

Um okkur

Tölvuland er lítið fjölskyldufyrirtæki sem var stofnað árið 2009 með það að markmiði að sinna alhliða tölvuviðgerðum fyrir einstaklinga og fyrirtæki.  Fyrirtækið sérhæfir sig í viðgerðum á öllum tegundum og gerðum af Apple og PC fartölvum og borðtölvum.

Lesa meira...

Skoðunargjald

Þegar þú kemur með tölvuna þína í skoðun á verkstæðið til okkar þarftu alltaf að greiða sérstakt skoðunargjald ef þú ákveður að skoðun lokinni að láta ekki gera við tölvuna.  Skoðun á tölvunni þinni myndar ákveðna vinnu og eins og allir vita þá er vinna ekki ókeypis.

Lesa meira...

Vertu í sambandi

Skeljagrandi 1 107 Reykjavík

Tölvupóstur:
tolvuland(hja)tolvuland.is

Sími:
8993417

JUMP TO TOP